Mörg afbrigði starblindu eru þekkt sem og mismunandi staðsetning hennar í augnlinsunni. Einkenni hennar eru misjöfn eftir tegund, en í alvarlegustu tilfellunum verður linsan alveg ógegnsæ og veldur blindu. Starblinda getur verið mjög framsækin í sumum hundategundum og veldur þá alvarlegum einkennum, en er skaðlaus í öðrum tilfellum. Sú tegund starblindu eins og sést á myndinni hér að neðan til vinstri sambærileg við þá gerð starblindu sem finnst í íslenzkum fjárhundi.

 

Sama gerð starblindu finnst einnig í fjölmörgum öðrum hundategundum s.s. retríeverhundum, síberíuhundum og alaskamalamuthundum. Ekki eru öll afbrigði starblindu arfgeng því þau geta verið tengd sykursýki, slysi, rangri fóðrun ungviðis eða bólgum í augnlinsunni. Finnist orsökin ekki, er skynsamlegt að ætla starblinduna arfgenga.