Sjónumisvöxtur er meðfæddur og arfgengur sjúkdómur. Til eru tvö afbrigði hans þar sem annars vegar myndast felling/fellingar á sjónunni sem þá losnar frá undirlaginu (multifocal) eins og dökkgræna fellingin sem sést á myndinni til vinstri eða þá að sjónan losnar á samfelldara svæði eins og á myndinni til hægri (geografic).
Sjónumisvöxtur finnst í mörgum hundategundum er ólæknanlegur og getur valdið algjörri blindu losni sjónan alveg.