Vaxandi sjónurýrnun er mjög alvarlegur og arfgengur sjúkdómur í sjónunni sem veldur blindu. Ástæðan er sú að æðarnar í sjónunni rýrna - og hverfa að lokum svo hún fær enga næringu og rýrnar líka.Fyrstu einkenni arfgengrar, vaxandi sjónurýrnunar er náttblinda sem með tímanum veldur algjörri blindu.Sjúkdómurinn sem er sársaukalaus og ólæknanlegur, er þekktur í mörgum hundategundum, en það er hins vegar mismunandi eftir tegund á hvaða aldri einkenni hans koma í ljós.
Á myndunum þremur sjást heilbrigðar, æðaríkar sjónur frá mismunandi hundategundum!

   

Og hér eru tvær svo tvær óheilbrigðar sjónur:

 

Staðfesting sjúkdómsins fæst með augnskoðun en einnig er mögulegt í sumum hundategundum að staðfesta hann, eða útiloka, með DNA greiningu .

Hér er tafla sem skýrir út erfaþáttinn: