Pörunarbeiðni

Þeir sem hyggjast para retrieverhunda verða að gæta þess að bæði tík og rakki þurfa að uppfylla skilyrði HRFÍ um ættbókarskráningu afkvæma.

Skilyrði til ættbókarskráningar afkvæma retrieverhunda eru að eftirfarandi gögn liggi fyrir áður en parað er:

  • niðurstöður mjaðma- og olnbogamynda liggi fyrir
  • augnskoðunarvottorð sem er ekki eldra en 18 mánaða
  • DNA próf fyrir PRA og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða séu sannanlega arfhrein frá foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P) (Á við um Chesapeake Bay retriever, Golden retriever, Labrador retriever og Nova Scotia Duck Tolling retriever).
Ræktunarstjórn hefur strangari viðmið í ræktunarkröfum sínum (kröfur ræktunarstjórnar, samþykktar á ársfundi Retrieverdeildar 1997) og á það við um bæði ræktunardýr:
  • mjaðma- og olnbogamynduð og greining sé A eða B (HD/ED FRI).
  • augnskoðuð og augnskoðunarvottorð ekki eldra en 18 mánaða. Þau beri ekki arfgenga augnsjúkdóma.
  • DNA prófuð fyrir PRA og greiningin sé Normal/Clear (N/C) eða séu sannanlega arfhrein frá foreldrum, Normal/Clear by parentage (N/C/P) (Á við um Chesapeake Bay retriever, Golden retriever, Labrador retriever og Nova Scotia Duck Tolling retriever).
  • sýnd a.m.k. einu sinni á sýningu HRFÍ eða hjá öðrum félögum viðurkenndum af FCI og náð a.m.k. Good (áður 2. einkunn) í OFL eða VFL og/eða
  • þátttakendur í veiðiprófi hjá Retrieverdeild HRFÍ eða hjá öðrum retrieverklúbbum innan félaga viðurkenndum af FCI og náð a.m.k. 3. einkunn í OFL.
Ræktunarstjórn mælir ekki með rökkum sem hafa átt 50 eða fleiri afkvæmi. Ræktunarstjórn mælir ekki með rökkum á tíkur yngri en tveggja ára, né á tíkur sem gotið hafa fimm sinnum eða oftar.

Þeir ræktendur sem hyggjast para tík sem uppfyllir ofangreindar ræktunarkröfur ræktunarstjórnar geta leitað til Retrieverdeildar eftir aðstoð við val á rakka. Taki ræktunarstjórn beiðnina til greina mun hún tilgreina nöfn þriggja rakka sem uppfylla skilyrði ræktunarstjórnar. Það er svo að sjálfsögðu alfarið undir eigendum rakkanna komið hvort þeir vilja að þeir verið notaðir í tiltekið got.
Pörunarbeiðni skal senda til ræktunarstjórnar a.m.k. tveimur mánuðum áður en tík lóðar. Sendið inn pörunarbeiðnir á netfangið retriever@retriever.is (eða með pósti til:
Ræktunarstjórn Retrieverdeildar,
Smáragata 6, 101 Reykjavík),
þar sem fram kemur nafn tíkur, ættbókarnúmer og áætluð tímasetning pörunar. Það er jafnframt gott að fram komi ef sérstakar óskir eru um lit, útlits- og vinnueiginleika afkvæma. Það getur auðveldað ræktunarstjórn valið að hafa slíkan óskalista, en auðvitað er ekki alltaf hægt að uppfylla þær allar.