Gátlisti ræktenda
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja gotskráningu:
I. Útfyllt pörunarvottorð undirritað af ræktanda og eiganda undaneldisrakka.
II. Hvolpalisti, undirritaður af ræktanda.
III. Örmerkjablað, undirritað af dýralækni.
IV. Eistnavottorð fyrir rakka undirritað af dýralækni.
V. Greiðsla á að fylga umsókn um gotskráningu.
Til frekari upplýsinga:
I. Áríðandi er að fylla út alla reiti á pörunarvottorði.
Sum hundakyn þurfa að uppfylla skilyrði, s.s. augnskoðun og mjaðmamyndir.*
II. Ræktandi getur skráð hvolpa á sitt nafn uns hvolpurinn er að fullu greiddur. Eigendaskipti frá ræktanda til nýs eiganda eru án endurgjalds. Skráður eigandi hvolps verður að vera fullra 18 ára. Ekki er hægt að breyta nafni hunds í ættbók.
III. Skylt er að örmerkja alla hvolpa og undaneldisdýr. Áríðandi er að nafn hvolps/hunds komi fram á blaðinu eins og það er/verður í ættbók.
IV. Skila þarf inn eistnavottorði fyrir undaneldishund við skráningu á fyrsta goti undan honum.
V. Greiðsla fyrir gotskráningu hækkar eftir þriggja mánaða aldur hvolpa. Til að unnt sé að skila inn umsókn um gotskráningu fyrir þann tíma þurfa öll skilyrði að vera uppfyllt, þ.e. niðurstöður mjaðmamynda eiga að liggja fyrir, sannanleg staðfesting á DNA niðurstöðum fyrir PRA, augnvottorð sé í gildi, foreldrar og hvolpar örmerktir, ræktunarnafn sé samþykkt og greiðsla fylgi með. Séu þessi skilyrði ekki uppfyllt endursendir HRFÍ gögnin til ræktanda.
Berist gögnin aftur til félagsins eftir að hvolparnir hafa náð þriggja mánaða aldri hækkar skráningargjaldið.
*Sjá reglugerð um skráningu í ættbók HRFÍ.
Ath. niðurstöður mjaðmamynda, DNA prófs og augnskoðunar skulu liggja fyrir áður en pörun fer fram.
Ekki er hægt að skila inn umsókn um ættbókarskráningu fyrr en þessi gögn eru til staðar.
Tenglar á eyðublöð til ættbókarskráningar eru hér fyrir ofan en einnig er hægt að nálgast þessi eyðublöð á skrifstofu félagsins.